
4.500,- / 3.600,-
Að ná áttum
Sigurjón Árni Eyjólfsson
Guðfræði, heimspeki, femínismi, mannréttindi, tjáningarfrelsi, fúndamentalismi, íslam, pólitískur rétttrúnaður, móralismi, trúartraust og lífsgleði. Allt eru þetta leiðarmerki í 18 ritgerðum dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar sem hér birtast á einum stað. Óhætt er að fullyrða að ritgerðirnar hjálpi lesandanum að ná áttum á tímum örra og róttækra breytinga þar sem ekki er allt sem sýnist.
Sigurjón Árni hefur sent frá sér átta bækur á sviði hugvísinda síðastliðin 25 ár en þetta er fyrsta ritgerðasafn hans á íslensku. Hann er héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og stundakennari við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.