Að búa til ofurlítinn skemmtigarð

Einar E. Sæmundsen

Að búa til ofurlítinn skemmtigarð

9.900,- / 7.920,-

Að búa til ofurlítinn skemmtigarð

Einar E. Sæmundsen

Að búa til ofurlítinn skemmtigarð er einstakt yfirlitsverk um sögu og þróun íslenskrar garðhönnunar eða landslagsarkitektúrs, og er umhverfismótunin þar sett í samhengi við rætur íslenskrar menningar og tengd alþjóðlegum straumum og stefnum. Fjallað er um sögu garða á Íslandi frá elstu tímum en einkum um tímabilið frá þéttbýlismyndun þegar almenningsgarðar og útivistarsvæði urðu hluti af skipulagsgerðinni. Höfundur gengur um ýmsa kunna garða og miður þekkta, og fjallar sérstaklega um feril tveggja frumkvöðla í stétt landslagsarkitekta, þeirra Jóns H. Björnssonar (í Alaska) og Reynis Vilhjálmssonar.

Einar E. Sæmundsen landslagsarkitekt (f 1941) var einn stofnenda teiknistofunnar Landmótunar, um hríð garðyrkjustjóri hjá Kópavogsbæ og dósent í hlutastarfi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri þar sem hann hefur kennt landslagsarkitektúr, garðhönnun og umhverfisskipulag. Bókin kemur út á 40 ára afmæli Félags íslenskra landslagsarkitekta.

Að búa til ofurlítinn skemmtigarð

9.900 kr.