7.900,- / 6.320,-
Abstraktmálverkið. Helgimynd íslenskrar menningar á 20 öld?
Sigurjón Árni Eyjólfsson
Í bókinni er gefið yfirlit yfir listfræðilega umræðu um geómetríska abstraktlist á Íslandi, einkum verk Þorvaldar Skúlasonar og skrif hans og Harðar Ágústssonar. Sýnt er fram á tengsl sjónarmiða þeirra við pólitískt uppgjör módernista og menningarlegra þjóðernissinna. Þá er grein Þorvaldar, „Nonfígúratív list“, ritskýrð með aðferðum hermeneutískrar textagreiningar.
Höfundur færir sannfærandi rök fyrir því að abstraktmálverkið sé helgimynd íslenskrar menningar á 20. öld. Til þess beitir hann nýstárlegum rannsóknarforsendum þar sem skarast ólík fræðasvið. Skörp textagreining hans er mikilvæg viðbót við fyrri rannsóknir á íslenskri menningar- og listasögu.
Sigurjón Árni Eyjólfsson, guðfræðingur og listfræðingur, er mörgum að góðu kunnur fyrir ritstörf sín á sviði hugvísinda. Abstraktmálverkið er tólfta bók hans. Hann hefur jafnframt skrifað fjölda ritrýndra fræðigreina og haldið ótal fyrirlestra og námskeið við háskóla í Þýskalandi og á Norðurlöndunum og einnig á vettvangi kirkjunnar þar sem hann er starfandi prestur.