
3.210,- / 2.568,-
Tótem og tabú
Sigmund Freud
Þýðing: Sigurjón Björnsson
Hér birtast saman tvö rit, Tótem og tabú, fyrst útgefið 1912-13, og Móse og eingyðistrúin, sem kom út undir árslok 1938, þegar Freud var háaldraður orðinn og átti skammt eftir ólifað. Bæði fjalla ritin um trúmál. Fyrra ritið er rannsókn á fyrstu upptökum trúarbragða, en hið síðara er um Gyðingdóm og Móse sem höfund hans. Rit þessi hafa vissulega skipt miklu máli í trúmálaumræðu tuttugustu aldar og gera það raunar enn. Allir sem um trúmál rita af einhverri dýpt þurfa því að þekkja þessi rit og geta tekið afstöðu til þeirra skoðana, sem þar eru settar fram.