Jarðhiti og jarðarauðlindir.

Jarðhiti og jarðarauðlindir.

Stefán Arnórsson

Jarðhiti og jarðarauðlindir.

5.500,- / 4.400,-

Jarðhiti og jarðarauðlindir.

Stefán Arnórsson

Stefán Arnórsson, prófessor emeritus í jarðefnafræði, verður 75 ára hinn 6. desember 2017. Af því tilefni hyggst Hið íslenska bókmenntafélag gefa út honum til heiðurs bók sem hann hefur samið og ber heitið Jarðhiti og jarðarauðlindir.

Bókin verður um 400 síður. Í henni fjallar Stefán um rannsóknir á jarðhita og nýtingu hans og annarra auðlinda jarðar á grundvelli reynslu sinnar sem jarðefnafræðingur við rannsóknir og ráðgjöf á þessu sviði í meira en hálfa öld. Ritstjórn skipa Halldór Ármannsson, Ingvi Gunnarsson, Sigurður Reynir Gíslason og Sigurður H. Markússon.

Stefán Arnórsson er fæddur í Reykjavík 6. desember 1942. Hann stundaði grunnnám í jarðfræði við Edinborgarháskóla og framhaldsnám í nytjajarðefnafræði við Imperial College í London. Doktorsritgerð hans ber heitið A Geochemical Study of Selected Elements in Thermal Waters of Iceland. Að námi loknu starfaði Stefán um áratugarskeið við Orkustofun en síðan við Háskóla Íslands. Jafnframt hefur hann unnið víða erlendis sem sérfræðingur og ráðgjafi við jarðhitaverkefni. Stefán hefur helgað ævistarf sitt rannsóknum á jarðhita. Eftir hann liggja um 120 ritverk (bókarkaflar og greinar í ritrýndum tímaritum) og auk þess um 150 skýrslur um ýmis efni á sviði jarðefnafræði og orkumála.

 

Jarðhiti og jarðarauðlindir.